A-Húnavatnssýsla

Óttast að orkuskortur hamli atvinnuuppbyggingu

Byggðarráð Blönduósbæjar hefur sent inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Með umsögninni er bent á að aðeins er lagt til að einn virkjunarkostur á vatnasviði Norðurlands vestra verði í orkunýtingarflokki og einn virkjunarkostur vindorku. Þannig horfir tillagan með öllu framhjá þeirri staðreynd að orkuskortur sé yfirvofandi víða um land og að virkjanir og dreifikerfi raforku anni ekki eftirspurn víða á landsbyggðinni. Virkjunarkostirnir sem um ræðir eru annars vegar veituleið Blönduvirkjunar og hins vegar Blöndulundur, þar af aðeins um 30 megavött í tiltölulega hagkvæmu vatnsafli. Í verndarflokk fara hins vegar fjórir virkjunarkostir á vatnasviði á Norðurlandi vestra.
Meira

Grilluð lúða, grillbrauð og tómatsalat.

Nú styttist í sumarið og grilltíminn nálgast óðum. „Við elskum að grilla og grillum nánast allan mat," sögðu Ingibjörg Skarphéðinsdóttir og Sveinn Brynjar Friðriksson í Varmahlíð sem voru matgæðingar vikunnar í 14. tölublaði Feykis árið 2015. Þau gáfu lesendum uppskrift af grillaðri lúðu, grillbrauði og tómatsalati, sem þau sögðu vera mjög góða uppskrift að góðu grillkvöldi.
Meira

Veiðifélög við Húnaflóa lýsa yfir áhyggjum af sjókvíaeldi

Veiðifé­lög við Húna­flóa lýsa yfir þung­um áhyggj­um af þeirri ógn „sem staf­ar af áætl­un­um um hömlu­laust lax­eldi víða um land í opn­um sjókví­um og mót­mæla harðlega fyr­ir­ætl­un­um um stór­fellt lax­eldi á Vest­fjörðum, Aust­fjörðum og í Eyjaf­irði með ógelt­um norsk­um laxa­stofni, sem er í dag mesta nátt­úru­vá ís­lenskra lax- og sil­unga­stofna og veiðiáa um allt land,“ eins og fram kem­ur í álykt­un sem stjórn­ir Veiðifé­lags Laxár á Ásum, Veiðifé­lags Vatns­dals­ár, Veiðifé­lags Blöndu og Svar­tár, Veiðifé­lags Víðidals­ár og Veiðifé­lags Miðfirðinga sendu frá sér í gær.
Meira

Söfnun fyrir aðstandendaherbergi á HSN á Blönduósi

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi hófu þann 4. apríl sl. söfnun til þess að útbúa góða og hlýlega aðstöðu fyrir aðstandendur sjúklinga á HSB. Það er gott að geta átt athvarf út af fyrir sig á erfiðum tímum.
Meira

Talþjálfun í gegnum netið

Þann 30. mars sl. undirrituðu Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Trappa ehf. samning til tveggja ára sem lýtur að talmeinaþjónustu í skólum og leikskólum sveitarfélaganna og munu fyrstu börnin byrja fljótlega í talþjálfun. Sveitarfélögin í A-Húnavatnssýslu bættust þar með í stóran hóp sveitarfélaga sem nýta sér slíka þjónustu en Trappa býður upp á talþjálfun fyrir börn og fullorðna í gegnum fjarbúnað.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd styrkir nemendur á framhalds- og háskólastigi

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur tekið ákvörðun um að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi að fjárhæð 20 þúsund kr. fyrir skólaárið 2016-2017. Styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð.
Meira

Er styrkur í þér? – Seinni úthlutun 2017

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra og Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra vilja minna á að nú er seinna úthlutunarferlið vegna styrkveitinga úr sjóðunum fyrir árið 2017 í fullum gangi
Meira

Fyrrihluti mánaðar verður rysjóttur

Í gær komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 13:50 og voru fundarmenn tólf talsins. Fundinum lauk kl. 14:20. Almenn ánægja var með hvernig til tókst með veðurspá fyrir mars. Öll frávik voru innan skekkjumarka eins og fræðingarnir segja.
Meira

Kjördæmismót i skólaskák

Í gær fór fram Kjördæmismót í skólaskák á Norðurlandi í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Keppendur voru fimm, tveir í eldri flokki og þrír í yngri flokki. Elvar Már Valsson í Húnavallaskóla varð sigurvegari með fjóra vinninga af fjórum mögulegum og í öðru sæti varð Ester María Eiríksdóttir í Grunnskólanum austan Vatna með þrjá vinninga en hún varð jafnframt efst í eldri flokki. Unnu þau sér þátttökurétt á Landsmóti í skólaskák.
Meira

Skora á stjórnvöld að bregðast við áður en fleiri slys hljótist af

Kvenfélag Svínavatnshrepps hefur áhyggjur af vegfarendum, ekki síst skólabörnum, sem fara um lélega malarvegi í Húnavatnshreppi en ástand vega þar er algjörlega óásættanlegt að mati kvenfálagsins og þó víðar væri leitað.
Meira