Óttast að orkuskortur hamli atvinnuuppbyggingu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
10.04.2017
kl. 11.07
Byggðarráð Blönduósbæjar hefur sent inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Með umsögninni er bent á að aðeins er lagt til að einn virkjunarkostur á vatnasviði Norðurlands vestra verði í orkunýtingarflokki og einn virkjunarkostur vindorku. Þannig horfir tillagan með öllu framhjá þeirri staðreynd að orkuskortur sé yfirvofandi víða um land og að virkjanir og dreifikerfi raforku anni ekki eftirspurn víða á landsbyggðinni. Virkjunarkostirnir sem um ræðir eru annars vegar veituleið Blönduvirkjunar og hins vegar Blöndulundur, þar af aðeins um 30 megavött í tiltölulega hagkvæmu vatnsafli. Í verndarflokk fara hins vegar fjórir virkjunarkostir á vatnasviði á Norðurlandi vestra.
Meira