A-Húnavatnssýsla

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið er eftir Hannes Pétursson og heitir Bláir eru dalir þínir.
Meira

Kjúklingabringur með ýmsu gúmmelaði og marengsbomba á eftir

„Okkur langar til að deila með ykkur uppskriftum sem sem vekja ávallt kátínu á okkar heimili,“ sögðu þau Halla Gísladóttir og Jón Guðmann Jakobsson frá Blönduósi sem voru sælkerar vikunnar í 17. tölublaði Feykis á því herrans ári 2015.
Meira

Þjóðleikur í Miðgarði og Varmahlíðarskóla

Á morgun, laugardag, verður Þjóðleikur, risastór leikslistarhátíð ungs fóks, haldin í Menningarhúsinu Miðgarði og í Varmahlíðarskóla. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni. Það er Þjóðleikhúsið sem hefur frumkvæði að verkefninu í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og marga aðra aðila. Þjóðleikur hóf göngu sína á Austurlandi árið 2008-2009 en starfar nú um allt land.
Meira

Ábyrgðarkeðjan má ekki rofna

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem lýtur að því að sett verði lög um keðjuábyrgð, þ.e. ábyrgð verktaka á því að undirverktakar hans standi skil á samningsbundnum launum, greiði opinber gjöld og hagi starfsemi sinni almennt samkvæmt lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar.
Meira

„Þarf aðgerðir strax í vegamálunum,“ segir Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson, sem tók sæti sem varamaður á Alþingi í lok mars, beindi fyrirspurnum til samgönguráðherra varðandi fjármuni til viðhalds og uppbyggingar þriggja tengivega á Norðurlandi vestra. Vegirnir sem um ræðir eru Hegranesvegur, Reykjastrandarvegur og Vatnsnesvegur. Nú hefur borist svar frá ráðherra við fyrirspurnum Bjarna sem segir svörin valda miklum vonbrigðum.
Meira

Hollvinasamtök HSB fá peningagjöf

Nýlega barst Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi peningagjöf að upphæð 50.000 kr. frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps. Gjöfin er ætluð til uppbyggingar á aðstandendaherbergi á HSN á Blönduósi, til minningar um Sigurstein Guðmundsson, fyrrv. yfirlækni stofnunarinnar en eins og áður hefur komið fram standa hollvinasamtökin nú fyrir söfnun til þess að útbúa aðstöðu fyrir aðstandendur sjúklinga á HSB.
Meira

Ísbað á Blönduósi í dag

Í dag mun Benedikt Lafleur standa fyrir kynningu á heilsugildi kaldra baða, einkum ísbaða, í Sundlaug Blönduóss. Þá gefst gestum kostur á að prófa að baða sig í alvöru ís og einnig að skrá sig á Íslandsmeistaramótið í ísbaði sem fram fer eftir mánuð.
Meira

Rafmagnsstrengur plægður yfir Blöndu

Undanfarin ár hefur Rarik unnið markvisst að endurnýjun raforkukerfisins þar sem eldri loftlínur víkja fyrir jarðstrengjum en í sumar fyrirhugar Rarik meðal annars að leggja niður svokallaða Fellslínu með því að leggja jarðstreng í jörðu á milli Laxárvatns og Laxár í Refasveit. Með því er lokið strenglagningu á 11kV dreifikerfinu milli Blönduós og Skagastrandar, en 33kV flutningslínan verður þó áfram eitthvað um sinn.
Meira

Sjúkraflutningamenn á Blönduósi segja upp störfum

Fimm af sjö sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi hafa sagt starfi sínu lausu vegna vanefnda ríkisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarassamninga. Uppsagnarfrestur þeirra er 28 dagar. Frá þessu er greint á visir.is.
Meira

Fræðslufundur með Jóni Jónssyni á Sauðárkróki

Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn, Jón Jónsson, verður með fræðslufund á morgun, 25. apríl, um fjármál fyrir ungt fólk, í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Jón mun væntanlega fara yfir þessi mikilvægu mál á léttu nótunum en fundurinn hefst kl. 19:30.
Meira