A-Húnavatnssýsla

Gunnar Örn Jónsson skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 1. apríl næstkomandi og afhenti hún honum skipunarbréf í gær. Embættið var auglýst í janúar og rann umsóknarfrestur út 30. janúar. Níu manns sóttu um embættið og ein umsókn til viðbótar var dregin til baka.
Meira

Bókelskur bókavörður

Birgir Jónsson, 50 ára bókavörður á Héraðsbókasafninu á Sauðárkróki, svaraði spurningum í Bók-haldinu í 11. tbl Feykis. Birgir hefur stundað nám í sagnfræði og bókmenntafræði en er þó hvorki sagnfræðingur né bókmenntafræðingur eins og ranglega var haldið fram í blaðinu. Nú leggur hann stund á nám í ferðamannaleiðsögn. Óhætt er að segja að Birgir sé víðlesinn og bókasmekkurinn fjölbreytilegur.
Meira

Bjarni Jónsson flutti jómfrúarræðuna á Alþingi sl. mánudag

Bjarni Jónsson, varaþingmaður Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur 3. þingmanns Norðurlands vestra, tók sl. mánudag sæti á Alþingi í fyrsta skipti. Reið hann á vaðið í sérstakri umræðu um skipulag haf- og strandsvæða og lagði áherslu á hlutverk sveitarfélaganna og rannsóknastofnana á landsbyggðinni.
Meira

Sjónhorninu seinkar

Af óviðráðanlegum ástæðum þá seinkar útgáfu Sjónhornsins í dag og er beðist velvirðingar á því. Sjónhorninu verður þó dreift á Sauðárkróki í dag þó það geti verið seinna á ferðinni en lesendur eiga að venjast. Hætt er við að sólarhringstöf geti orðið á dreifingu utan Sauðárkróks.
Meira

Gamlir fóstbræður taka lagið í Húnavatnssýslum

Karlakórinn Gamlir fóstbræður heldur tónleika í Blönduósskirkju nk. laugardag, 25. mars og í Félagsheimilinu Hvammstanga daginn eftir. Á Blönduósi mun Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps koma fram með fóstbræðrunum en karlakórinn Lóuþrælar á Hvammstanga.
Meira

Fólki er nóg boðið!

Það logar allt í samfélaginu yfir sveltistefnu stjórnvalda í samgöngumálum Reiði almennings er eðlileg þar sem gífurleg uppsöfnuð þörf er í viðhaldi vega og nýframkvæmdum og á það sama við um hafnir landsins og flugvelli. Álag á vegi landsins heldur áfram að aukast með gríðarlegri aukinni umferð og til landsins streyma ferðamenn sem aldrei fyrr . Áætlað er að á þessu ári komi 2,3 milljónir ferðamanna til landsins sem mun þýða enn frekara álag á vegakerfi landsins sem víða stenst ekki lágmarks öryggiskröfur og uppsöfnuð viðhaldsþörf orðin mikil. Og fólki er sannarlega nóg boðið yfir ástandinu.
Meira

Stefna suður með Bó og meira til - Myndband

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur lokið í bili flutningi sínum á verkefninu "Bó og meira til". Á fésbókarsíðu sinni segir Höskuldur B. Erlingsson, formaður kórsins, að húsfyllir hafi verið á tónleika gærkvöldsins sem haldnir voru í Blönduósskirkju. Eru karlakórsmenn alveg í skýjunum með viðtökurnar.
Meira

Alþjóðlegi Downs-dagurinn - Fögnum margbreytileikanum

Í dag er Alþjóðlegi Downs-dagurinn en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af aukalitning í litningi 21, þ.e. þrjú eintök af litningi 21 - 21.03.
Meira

Getur þú haft einhvern búhnykk úr bæjarlæknum?

Þriðjudagskvöldið 21. mars kl. 20:00 heldur Húnavatnshreppur, í samstarfi við Háskólann á Hólum, kynningarfund um bleikjueldi í Húnavallaskóla. Þar mun Ólafur Ingi Sigurgeirsson, lektor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum flytja fyrirlestur og leitast svara við eftirfarandi spurningum.
Meira

Svínakjötspottréttur og Marsipan- eplakaka

Matgæðingurinn Elínborg frá Hóli átti uppskriftir í 11. tölublaði Feykis árið 2015 „Þessar uppskriftir urðu fyrir valinu hjá mér. Báðar eru í uppáhaldi og mikið notaðar, sérstaklega pottrétturinn. Í honum er magnið af hverju hráefni alls ekki heilagt, heldur er um að gera að breyta og bæta eftir því sem smekkur manna býður,“ segir Elínborg Ásgeirsdóttir á Hóli í Skagafirði.
Meira