A-Húnavatnssýsla

Arctic Coastline Route – kynningarfundir á morgun, 28. febrúar, á Skagaströnd og Hvammstanga

Þriðjudaginn 28. febrúar er boðið til kynningarfundar um ferðamannaveginn "Arctic Coastline Route". Fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu og annað áhugafólk er hvatt til að mæta á fundinn!
Meira

9000 bollur í Sauðárkróksbakaríi

Á Íslandi hefur tíðkast í yfir hundrað ár að borða bollur á þessum degi þó mun það hafa þekkst eitthvað áður og á WikiPedia segir að í matreiðslubók Þ.A.N. Jónsdóttur frá 1858 er uppskrift að langaföstusnúðum, þ.e. bolludagsbollum. Áætlað hefur verið að íslenskir bakarar baki um eina milljón bolla fyrir bolludaginn en einnig eru margir sem baka bollur heima. Bollurnar eru nú oftast bornar fram með sultu og rjóma innan í og hattur bollunnar skreyttur með súkkulaðihulu eða glassúr en þó eru margar aðrar útgáfur til.
Meira

Nýjar reglur um brauðbari í verslunum

Í matvöruverslunum hefur brauðmeti ýmiskonar verið boðið til sölu óinnpakkað í sjálfsafgreiðslu og flokkast sem „matvæli tilbúin til neyslu“ þ.e. matvæli sem fá enga meðhöndlun fyrir neyslu s.s. hitun eða skolun. Mikilvægt þykir að meðhöndla þessi matvæli með það í huga og verja fyrir mengun eða hindra að þau spillist á einhvern hátt.
Meira

Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands í heimsókn

Fulltrúar frá Viðlagatryggingu Íslands (VTÍ ) heimsóttu sveitarfélög á Norðurlandi vestra á dögunum og er heimsóknin liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki hennar og skráningu opinberra mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ.
Meira

Bolla, bolla.......

Þá er bolludagurinn á morgun og eflaust margir sem taka forskot á sæluna og fá sér bollu í dag, jafnvel kannski í gær og fyrradag líka! Margir eiga eflaust sínar föstu bolludagsuppskriftir og ganga því einbeittir til verks en alltaf eru einhverjir sem eru að gera hlutina í fyrsta sinn, nú eða jafnvel brydda upp á nýjungum. Hér er leitað í uppskriftasafn Eldhússystra, eins og stundum áður, og hér fylgir girnileg uppskrift af sænskum rjómabollum með marsipanfyllingu. Eldhússystirin Kristín Rannveig Snorradóttir hefur orðið: "
Meira

Mexíkóskt lasagna og Tagliatelle-Kjúklingur

Kolbrún Birna Jökulrós og Þórkatla Björt Sumarrós voru matgæðingar vikunnar í 8. tölublaði Feykis árið 2015. Þær buðu upp á Mexíkóskt lasagna og Tagliatelle-Kjúkling og Toblerone-ís í eftirrétt. „Okkur systrunum finnst rosalega gaman að dúlla okkur í eldhúsinu og finnst okkur báðum mjög gaman að því að elda og baka. Við gleðjum stundum foreldra okkar þegar þeir koma úr fjósinu og þá erum við búnar að skella einhverju einföldu í eldfast mót og í ofninn, þá erum við langflottastar,“ segja Kolbrún Birna Jökulrós og Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardætur, sælkerar vikunnar frá Birkihlíð í Skagafirði.
Meira

NORÐLENSKAR KONUR Í TÓNLIST -í sparifötunum!

Tónleikaröð norðlenskra kvenna í tónlist sem tileinkuð var lofti, sjó og landi sló heldur betur í gegn síðastliðið haust. Tónlistarkonurnar fylltu hvert húsið á fætur öðru og hlutu mikið lof fyrir skemmtilega og einlæga nálgun á lögum tengdum sjómennsku, sveitarómantík og hernámsárunum. Laugardaginn 25. febrúar kl. 20.00 munu tónlistarkonurnar stíga á svið í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi og flytja brot af því besta úr tónleikaröðinni. Sjómannavalsinn, Sveitaball og Það er draumur að vera með dáta eru meðal þeirra laga sem munu hljóma.
Meira

Foráttuveður í aðsigi

Búist er við foráttuveðri um land allt í dag og er nú þegar farið að hvessa á sunnanverðu landinu. Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt með snjókomu og síðar rigningu um landið suðvestanvert og stormi eða roki (20-28 m/s) víða síðdegis. Veðrið ætti að ná hámarki fljótlega eftir hádegi suðvestanlands en seinnipartinn í öðrum landshlutum. Milli kl. 16 og 17 er reiknað með að fari að lægja og draga úr vætu, fyrst á Reykjanesi og fljótlega eftir miðnætti muni skilin ganga norðaustur af landinu.
Meira

Artemisia og Korgur sigruðu í fjórgangi

Fyrsta keppniskvöld KS deildarinnar fór fram í gærkvöldi í reiðhöllinni á Sauðárkróki og var keppt í fjórgangi. Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli stóðu uppi sem sigurvegarar eftir að hafa leitt forkeppnina með einkunnina 7,23. Í úrslitum hlutu þau einkunnina 7,50 sem dugði til sigurs eins og áður sagði. Þetta er annað árið í röð sem þau sigra þessa grein.
Meira

KS deildin í hestaíþróttum hefst í kvöld – konurnar í meirihluta keppenda

Fyrsta keppni KS-Deildarinnar hefst í kvöld kl 19:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli sigruðu þessa grein glæsilega í fyrra og mæta þau aftur í höllina á morgun. Athygli vekja ungar hátt dæmdar hryssur sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni. Þarna eru líka reyndir keppnishestar og gefur ráslistinn góð fyrirheit um spennandi keppni.
Meira