A-Húnavatnssýsla

Vegagerð og eignanám

Áskorendapistill - Kristín Ásgerður Blöndal Í gegn um tíðina hef ég velt fyrir mér hvernig og hvers vegna ríkisvaldið leggur hald eignir fólks. Ástæður þess eru mismunandi, en vegagerð er þó langalgengasta ástæðan.
Meira

Einar Örn Gunnarsson söng til sigurs

Söngkeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var haldin á sal skólans föstudaginn 17. febrúar sl. fyrir fullu húsi áhorfenda. Ellefu flytjendur fluttu tíu lög, hvert öðru betra, eins og segir á vef skólans. Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, sem sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, flutti lag sem gestur og vann hug og hjörtu áhorfenda.
Meira

Ferðamálafréttir af Norðurlandi vestra

Davíð Jóhannsson, ráðgjafi á sviði ferðamála hjá SSNV, hafði samband og óskaði eftir að eftirfarandi upplýsingum yrði komið á framfæri:
Meira

Stórgóðir konudagstónleikar í Miðgarði

Kvennakórinn Sóldís bauð upp á stórgóða tónleika í gær á konudaginn í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Dagskráin bauð upp á fjölbreytt lagaval; klassísk óperukórverk, dægurlög og þjóðlög á ýmsum tungumálum. Að venju var svo boðið upp á dýrindis veisluhlaðborð í lokin. Ragnheiður Petra Óladóttir þreytti frumraun sína sem einsöngvari með kórnum.
Meira

Sjómenn samþykktu naumlega

Sjómannaverkfalli lauk í gær eftir að sjómenn höfðu samþykkt nýgerðan kjarasamning með naumum meirihluta atkvæða eða 52,4 prósent. Á kjörskrá voru 2.214 en 1.189 þeirra tóku þátt 623 samþykktu samninginn eða 53,7 prósent. 558 sögðu nei eða 46,9%, auð og ógild atkvæði voru 8 eða 0,7%. Þeir sjómenn sem Feykir ræddi við voru langt frá því að vera sáttir með samninginn.
Meira

Mikilvægt er að íbúum á sambýlinu á Blönduósi verði gefinn kostur á að búa í eigin íbúð

Færðar hafa verið fréttir af því að vistmenn á sambýlinu á Blönduósi hafi verið beittir þvingun og nauðung af starfsfólki sambýlisins en réttindagæslumaður fatlaðra á Norðurlandi lét starfsmenn réttindavaktarinnar vita af ástandinu. Þetta kemur fram í úrskurði sérfræðiteymis velferðarráðuneytisins frá seinasta ári. Sveitarfélagið Skagafjörður tók við ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Húnavatnssýslum í ársbyrjun 2016 og var það gert með samningi allra sjö sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk.
Meira

Brúðuleiksýningin Tröll í Bifröst á morgun

Brúðuleiksýningin Tröll, sem er ljóðrænt og heillandi brúðuleikhús fyrir börn, verður sýnt í Bifröst á morgun klukkan 17. Það er brúðuleikhúsið Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Hvammstanga, sem setur upp sýninguna.
Meira

Samkaup Úrval á Skagaströnd verður Kjörbúðin

Að undangenginni mikilli vinnu og framkvæmd kannana verður Samkaups verslunum víða um land breytt á komandi mánuðum og munu mynda nýja keðju sem heitir Kjörbúðin. Meðal þeirra er Samkaup Úrval á Skagaströnd sem opnar í dag.
Meira

Tæpar 66 milljónir í styrki

Uppbyggingarsjóður og Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarverkefna Fimmtudaginn 16. febrúar sl. voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í veitingahúsinu Sjávarborg á Hvammstanga. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 135 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til 64 aðila, alls að upphæð tæpar 56,6 millj. kr. Við sama tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Alls bárust sjö umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 17 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til þriggja aðila, samtals að upphæð 9,4 millj. kr.
Meira

Sædís ÞH til Skagastrandar

Nýr bátur bættist í flota Skagstrendinga í vikunni þegar Sædís ÞH 305 sigldi til hafnar á Skagaströnd. Báturinn er keyptur frá Húsavík en eigendur hans, þeir Ragnar Már Björnsson og Alex Már Gunnarsson, ætla sér á grásleppu- og strandveiðar í vor. Ragnar sagði í samtali við Feyki í morgun að báturinn hafi reynst vel á leiðinni frá Húsavík, hægt að keyra hann hratt enda blíðuveður.
Meira