A-Húnavatnssýsla

Svínakjötspottréttur og Marsipan- eplakaka

Matgæðingurinn Elínborg frá Hóli átti uppskriftir í 11. tölublaði Feykis árið 2015 „Þessar uppskriftir urðu fyrir valinu hjá mér. Báðar eru í uppáhaldi og mikið notaðar, sérstaklega pottrétturinn. Í honum er magnið af hverju hráefni alls ekki heilagt, heldur er um að gera að breyta og bæta eftir því sem smekkur manna býður,“ segir Elínborg Ásgeirsdóttir á Hóli í Skagafirði.
Meira

Heimir á Skagaströnd í kvöld - Myndband

Karlakórinn Heimir í Skagafirði mætir í Hólaneskirkju á Skagaströnd í kvöld með fjölbreytta efnisskrá að vanda. Boðið verður upp á einsöng, tvísöng og kvartett auk hefðbundins kórsöngs. Einsöngvarar eru tveir, Birgir Björnsson og Óskar Pétursson.
Meira

KS-Deildin - BREYTING

Töltkeppni KS-Deildarinnar hefur verið flýtt til þriðjudagsins 21. mars og hefst kl 19:00. Ráslisti verður birtur á mánudaginn. - Stjórn Meistaradeildar Norðurlands.
Meira

Stefán Velemir valinn Íþróttamaður USAH

Húni.is segir frá því að hundraðasta ársþing USAH var haldið um helgina á Húnavöllum. Var þingið vel sótt en auk þingfulltrúa voru mættir gestir frá UMFÍ og ÍSÍ auk annarra gesta. Gekk þingið vel fyrir sig að vanda.
Meira

Undirheimar í þriðja sæti í Stíl 2017

Þriggja manna lið frá Félagsmiðstöðinni Undirheimum á Skagaströnd tók nýlega þátt í Stíl 2017 og gerði þar góða hluti, varð í þriðja sæti í keppninni og fékk auk þess verðlaun fyrir bestu förðunina. Fulltrúar Undirheima voru þær Dagný Dís Bessadóttir, Hallbjörg Jónsdóttir og Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir.
Meira

Er styrkur í þér?

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra hefur tilkynnt um að umsóknar- og úthlutunarferli vegna styrkveitinga úr sjóðnum sé að hefjast og er kastljósinu beint að atvinnuþróun og nýsköpun.
Meira

Norðlendingar stigahæstir í Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum

Lið FNV gerði sér lítið fyrir og vann stigakeppnina á Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum sem fram fór sl. laugardag í Samskipahöllin Kópavogi. Liðið var skipað þeim Sigríði Vöku Víkingsdóttur, Guðmari Frey Magnússyni, Ásdísi Ósk Elvarsdóttur, Viktoríu Eik Elvarsdóttur og Unni Rún Sigurpálsdóttur. Með þeim á myndinni er Arndís Brynjólfsdóttir kennari þeirra.
Meira

Tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands í líffræði

Mikael Snær Gíslason, nemandi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands í líffræði, en Ólympíukeppnin fer fram í Englandi í sumar. Hann hafnaði í 3. sæti í úrslitakeppninni sem fram fór um liðna helgi.
Meira

Ökumenn eins og beljur að vori!

Óhætt er að segja að vegfarendur á Norðurlandi vestra hafi sprett úr spori um helgina en á Facebooksíðu lögreglunnar segir að þeir hafi hagað sér líkt og beljur að vori. Þannig höfðu 30 ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur seinni part föstudags og í gær hafði á þriðja tug ökumanna fengið að líta stöðvunarljósin.
Meira

Framsagnarkeppni í Húnavatnsþingi

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin þriðjudaginn 7. mars í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Keppendur voru tíu frá fjórum skólum, Höfðaskóla á Skagaströnd, Blönduskóla á Blönduósi, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Keppnin er tileinkuð Grími heitnum Gíslasyni, fréttaritara og bónda frá Saurbæ í Vatnsdal, og er hún jafnframt liður í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin er um allt land og miðar að því að vekja athygli og glæða áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði.
Meira