A-Húnavatnssýsla

Parmaskinkusalat og grillaðir þorskhnakkar

„Uppskriftirnar eru hugdettur og samtíningur úr ísskápnum eftir matarlöngun hverju sinni og eru gerðar eftir tilfinningu og smekk, oftast erum við frekar kærulaus í eldhúsinu og sullum bara einhverju saman sem okkur finnst gott og langar í, það þarf ekki alltaf uppskriftir. Þær tilraunir hafa oftar en ekki tekist og þessar hafa staðið upp úr,“ segja Arnrún Bára Finnsdóttir og Kristján Ásgeirsson Blöndal frá Blönduósi sem voru matgæðingar vikunnar í 10. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Þriðjudagstungl annað hvort góð eða vond

Þriðjudaginn 7. mars 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Hófst hann kl. 14:00 og stóð yfir í 25 mínútur. Fundarmenn voru alls 14 talsins. Klúbbfélagar fóru yfir veðurspá febrúarmánaðar og var almenn ánægja með hvernig sú spá gekk eftir og segja má að veðurbreytingar sem ráð var fyrir gert hafi staðist nánast upp á klukkutíma.
Meira

Lokað í Nýprenti eftir hádegi í dag

Viðskiptavinir Nýprents og Feykis eru beðnir velvirðingar á því að lokað verður eftir hádegi í dag, föstudaginn 10. mars. Þeim sem þurfa að koma auglýsingum í Sjónhorn eða Feyki er bent á að senda póst á netfangið nyprent@nyprent.is eða hafa samband fyrir allar aldir (upp úr kl. 8) á mánudagsmorgni.
Meira

Sumarstörf

Sveitarfélagið Skagafjörður minnir á það á heimasíðu sinni að umsóknarfrestur vegna flestra sumarstarfa rennur út í dag, fimmtudaginn 9. mars. Í boði er fjöldinn allur af spennandi og krefjandi sumarstörfum m.a. á Sauðárkróki, Varmahlíð, Hofsós, Blönduósi og Hvammstanga.
Meira

Ísmót á Svínavatni

Ákveðið hefur veri að efna til ísmóts á Svínavatni við Stekkjardal á laugardaginn kemur, 11. mars klukkan 13:00. Keppt verður í tölti í opnum flokki, flokki áhugamanna og 16 ára og yngri svo sem verið hefur. Riðin verður ein ferð á hægu tölti, tvær ferðir hraðabreytingar og ein ferð á yfirferðartölti.
Meira

Tónleikum á Blönduósi frestað

Af óhjákvæmilegum ástæðum er tónleikum Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, sem að halda átti í kvöld í Blönduósskirkju frestað um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar.
Meira

Bó og meira til

Eftir þrotlausar æfingar í vetur er komið að tónleikunum Bó og meira til sem Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stendur að ásamt hljómsveit Skarphéðins Einarssonar á Blönduósi.
Meira

Nemandi í Höfðaskóla sigurvegari í smásagnasamkeppni

Undanfarin 7 ár hefur Félag enskukennara á Íslandi staðið fyrir smásagnasamkeppni sem haldin er í tengslum við Evrópska tungumáladaginn. Nemendur í 4.-10. bekk í grunnskólum, sem og nemendur framhaldsskóla, geta tekið þátt í þessari keppni. Verðlaunasætin eru ellefu, fyrsta til þriðja sæti í þremur riðlum, 7.-8. bekkur, 9.-10. bekkur og framhaldsskóli, og fyrsta og annað sæti í riðlinum 4.-6. bekkur. Nemendur áttu að skrifa sögur sínar út frá fyrirfram gefnu þema sem að þessu sinni var Roots (rætur).
Meira

Ungt fólk og lýðræði

Dagana 5.-7. apríl mun UMFÍ standa fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði og er þetta í níunda sinn sem UMFÍ stefnur fyrir slíkri ráðstefnu. Að þessu sinni verður hún haldin á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN – UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS.
Meira

Guðlaug maður leiksins gegn Tyrklandi

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí lék á Heimsmeistaramóti kvenna 2. deild riðli b sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í síðu viku. Auk Íslands léku lið frá Nýja Sjálandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Mexíkó og Spáni
Meira