Köngulóin - Áskorendapenninn Jessica Aquino Hvammstanga

Ég var sex ára þegar ég féll fyrir töfrum náttúrunnar í fyrsta sinn. Pabbi minn sýndi mér kónguló sem sat ofan á stórum, hvítum og loðnum eggjapoka. Ég fylgdist með þegar hann potaði varlega í pokann með litlu priki. Þegar það nálgaðist sekkinn sá ég kóngulóna lyfta framfótunum til að verja fjársjóð sinn.

Pabbi sá að ég var kvíðin og spurði: „Geturðu giskað á hvað er í pokanum?“ Innan úr honum mátti greina fínlega hreyfingu falins lífs sem brást við poti priksins. „Sérðu hvernig þær hreyfa sig þarna inni? Þær munu klekjast út bráðlega.“ Ég naut spennunnar sem lá í því að upplifa það sem ég taldi hættulegt og fræðast meira um þetta. Ég var ekki lengur hrædd. Ég ólst að mestu upp í Sonoran eyðimörkinni, sem er sú allra rakasta í heiminum en þar fellur að jafnaði 2,5 sm úrkoma á ári. Það uppfyllir vatnsþörf þess lífs sem þar þrífst.

Tíminn sem ég varði með föður mínum úti í náttúrunni hefur haft áhrif á allt mitt líf. Hann veitti mér tækifæri til að kynnast náttúrunni, finnast ég eiga heima í eyðimörkinni og við urðum nánari. Börn sem fá tækifæri til að uppgötva og upplifa náttúruna verða fyrir áhrifum og bera virðingu fyrir henni og umhverfinu – auk þess sem þau sjálf auka næmni sína og tilfinningar eigin kosta.

Ungt fólk getur haft meiri áhrif á vitund samfélagsins gagnvart umhverfinu vegna þess að það getur miðlað reynslu sinni til annarra s.s. foreldra, systkina, vina, annarra ættingja, o.s.frv. Dæmi um það er Greta Thunberg, 16 ára stúlka frá Svíþjóð, sem hvatti til alþjóðlegrar aðgerða í loftslagsmálum. Börn eiga rétt á og vilja bera ábyrgð á því að móta sína eigin framtíð og framtíð samfélagsins. Við, sem fullorðið fólk, þurfum að veita þeim tækifærið til að gera það.

Ég skora á Luís Augusto F. B. de Aquino að koma með pistil

Áður birst í 12. tbl. Feykis 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir