Samsýning listamanna í Listakoti Dóru

Í sumar verður önnur samsýning listamanna á Norðurlandi vestra, 13 listamenn úr Skagafirði, Húnavatnshreppi, Reykjavík og Bandaríkjunum. Í fyrra var tekin fyrir þjóðsagan Stúlkan og hrafninn sem er byggð á atburðum sem urðu þegar Skíðastaðaskriða féll 1545. Í ár verður tekin fyrir fæðing fyrsta innfædda Húnvetningsins sem hlaut nafnið Þórdís. Hún fæddist sunnan við Vatnsdalshólana og er svæðið kennt við hana. Hún var dóttir Ingimundar gamla sem nam land í Vatnsdal og saga þeirra er rakin í Vatnsdælu. Svo skemmtilega vill til að einn af listamönnunum á afmæli 26.11 og það eru núna í ár 1126 ár síðan Þórdís fæddist. Listamennirnir nota alls konar tækni og málningu við listköpun sína. Það er gaman að geta þess að það eru þrjú pör af mæðgum í hópnum.

Sýningin verður í Listakoti Dóru í Vatnsdalshólum sem eru 2 kílómetra frá þjóðvegi 1, fyrsti bær inn í Vatndalinn að vestan verðu. Þar er rekin vinnustofa og gallery, rekin af hjónunum Hólmfríði Dóru Sigurðardóttur og Aðalsteini Tryggvasyni. Sýningin opnar 10. júlí og er til 12. september. Á opnunardaginn verður boðið upp á kakó að hætti Steina og vöfflur. Fastur opnunartími er laugardaga-þriðjudaga kl 12.00-18.00. Aðra daga er hægt að hringja í síma 8642290 og athuga hvort Dóra sé heima eða koma við. Þetta er þriðja árið sem vinnustofan er rekin í Vatnsdalshólum. Landslagsmálverk er aðalvinna listamannsins en hún handmálar á kerti og kort. Hringrásarkerfið er henni hugleikið og nýjasta varan er litlar verur úr textíl sem er búið að ljúka hlutverki annar staðar. Hún nýtir lika skargripi og fleira í þá.Upplagt að koma og njóta fallegra náttúru og listar. Hægt er að hafa samband líka á Facebook/Listakot Dóru


/Aðsent

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir