Greinar

Samskipti og þjónusta við íbúa - Gerum betur

Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það.
Meira

Menntun án staðsetningar - Tækifæri í heimabyggð

Að ljúka framhaldsnámi er sterkur grunnur til framtíðar bæði fyrir þá sem fara beint út á vinnumarkaðinn og þá sem fara í frekara nám. Þegar nýútskrifaðir framhaldsskólanemar ákveða að fara í framhaldsnám leiðir það til flutninga til svæða sem bjóða upp á slíkt. Samfélagið okkar verður fyrir tímabundnum og oft varanlegum missi af þessum völdum. Hjá þessu unga fólki verður tengingin við gamla samfélagið alltaf til staðar en tengsl myndast við það nýja sem verður erfitt að rjúfa.
Meira

Tækifæri til sóknar í Húnaþingi vestra

Í Húnaþingi vestra hefur alltaf verið gott að vera en betur má ef duga skal. Síðustu fimmtán ár hef ég komið reglulega heim og haldið góðum tengslum við mitt fólk hér á svæðinu, hvort sem það er með heimsókn á Hvammstanga í foreldrahús eða í sumarbústað í Vesturhópinu.
Meira

Íþróttamannvirki í Skagafirði

Uppbygging íþróttamannvirkja er mikið hagsmunamál fyrir íbúa Skagafjarðar. Hér hefur á liðnum árum og áratugum verið staðið myndarlega á bak uppbyggingu slíkra mannvirkja og er skemmst að minnast nýs upphitaðs gervigrasvallar á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki, uppbyggingu glæsilegs landsmótssvæðis hestamanna á Hólum í Hjaltadal, nýrrar lyftu og snjótroðara á skíðasvæðinu í Tindastóli, gagngerra endurbóta á sundlaug Sauðárkróks, auk fyrirhugaðra áforma um byggingu nýs íþróttahúss á Hofsósi og lagfæringa á íþróttavelli í Varmahlíð.
Meira

Úkraínuforseti ávarpar Alþingi

Ávarp Volodímírs Selenskís, for­seta Úkraínu, til alþing­is­manna og ís­lensku þjóðar­inn­ar í gegn­um fjar­funda­búnað sl. föstu­dag við sér­staka at­höfn í þingsal Alþing­is var sögu­legt. Þetta var í fyrsta skipti sem er­lend­ur þjóðhöfðingi flyt­ur ávarp í þingsal Alþing­is og mark­ar tíma­mót.
Meira

Áhætta sýndarveruleikans

Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var ég sem íbúi þessa sveitarfélags einhart á móti þeirri ákvörðun meirihluta að taka þátt í þeirri áhættufjárfestingu sem aðkoma sveitarfélagins hefur verið að Sýndarveruleika ehf. Það er ágætt að rifja aðeins upp hver sú aðkoma var og er enn í dag og hvernig sú aðkoma heftir sveitarfélagið í rekstri og framkvæmdagetu. Samningur sveitarfélagsins við Sýndarveruleika er að hluta til bundinn trúnaði og bindandi til 30 ára.
Meira

Skagafjörður á tímamótum

Íbúar Skagafjarðarhéraðs ganga nú til kosninga, sameinað í einu sveitarfélagi. Það mun því skipta máli að hafa í forsvari reynslumikið og öflugt sveitarstjórnarfólk. Sem hefur sýnt að það nær árangri.
Meira

Stefnumótun til framtíðar er grunnurinn að góðu samfélagi

„Hver er munurinn á ByggðaListanum og öðrum listum?“ var ég spurður að um daginn og ég áttaði mig á að nauðsynlegt væri að koma helstu hugðar- og áhersluefnum hópsins betur á framfæri.
Meira

Jarðgöng og aðrar samgöngur

Við hjá Framsókn viljum beita okkur fyrir samtali við stjórnvöld um að stórbæta samgöngur í Skagafirði með betri vegum og jarðgangagerð samkvæmt nýrri samgöngu- og innviðaáætlun sem samþykkt hefur verið af öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Keta á Skaga

Jeg hefi ekki fundið Ketunafnið í eldri skjölum en í registri yfir „máldagabók“ Auðunar biskups rauða á Hólum. Þar er minst á „Kietu“ á Skaga, og registrið er frá 1318, eða þó yngra, ef til vill (sjá Dipl. II. b., bls. 488). Rúmri öld síðar, eða 1449 er „Keito“ (Keta) á Skaga talin í kúgildaskrá Hólastóls (Dipl. V. b., bls. 38).
Meira