Greinar

Hestamennska í Skagafirði

Hestamennskan í Skagafirði er mér mikið hjartans mál enda sat ég í fyrstu stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings til fimm ára. Hestaíþróttir er ein fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ sem segir þó nokkuð um umfang hennar. Hestamannafélagið Skagfirðingur er eitt stærsta hestamannafélag landsins og fjölmennasta íþróttafélag sveitarfélagsins.
Meira

Rétt hjá hverju eru Hólar?

Pálína Hildur Sigurðardóttir heiti ég og skipa 8. sæti ByggðaLista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ég er leikskólakennari að mennt og er deildarstjóri í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Ég er borin og barnfæddur Keflvíkingur en það var í lok árs 2016 sem maðurinn minn sá auglýst starf hjá Háskólanum á Hólum. Við hjónin vorum á þessum tíma að upplifa nýtt frelsi þar sem yngsta dóttir okkar var nýflutt að heiman og við vorum tilbúin að prófa eitthvað nýtt.
Meira

Af Facebook og öðrum þráðum! Áskorandinn Ásdís Ýr Arnardóttir

Hvað er títt? Jú, bara þokkalegt! sagði nemandi minn þegar ég spurði hann frétta snemma dags fyrir nokkru. Nemendur mínir eru oft skemmtilegir í tilsvörum, maður heyrir oft hvaða nesti þau hafa að heiman, eins og flestir þekkja þá eru börn gjarnan speglar foreldra sinna eða aðal umönnunaraðila.
Meira

Hvað geta einstaklingar og fyrirtæki gert til að bæta aðgengi?

Við þurfum ekki öll að sigra heiminn. Margt smátt gerir eitt stórt og þannig ber okkur að hugsa þegar kemur að aðgengi. Við skulum fyrst og fremst huga að okkar nærumhverfi og þeim verkefnum sem við sjálf vinnum að og standa okkur nærri. Hér koma nokkrar hugmyndir um hluti sem ég tel mikilvæga og ættu allir að geta fundið eitthvað sem þeir geta gert:
Meira

Hátíðahöld í tilefni sumardagsins fyrsta í 65. skipti á Hvammstanga

Í dag gekkst Lilla Páls, Ingibjörg Pálsdóttir fyrir hátíðahöldum á sumardaginn fyrsta á Hvammstanga í 65. sinn. Í upphafi blésu Lilla og fjórir aðrir vinir til þessara hátíðahalda til fjáröflunar fyrir gróðursetningu í Sjúkrahúsgarðinum en þau stofnuðu svokallað Fegrunarfélag til að koma því verkefni á koppinn. Sá garður er löngu orðinn dásamlegur unaðsreitur. Hátíðin hefur þróast í ýmsar áttir í gegnum tíðina en alltaf haldið sama kjarna í dagskránni þ.e. skrúðgöngu með Vetur konung og Sumardísina í fararbroddi. Vetur konumgur hefur síðan afhent Sumardísinni völdin. Þau hafa alla tíð verið klædd í búninga sem forvígiskonurnar saumuðu.
Meira

Íslandsbankasalan - Að bregðast trausti þjóðarinnar

Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört.
Meira

„Það er oft þrautin þyngri að koma vitinu fyrir fólk“ :: Liðið mitt Hrafn Margeirsson

Hrafn Margeirsson er mörgum kunnur úr handboltanum en hann var ungur kominn suður og kynntist þar íþróttinni sem varð hans eftir það. „Lék í meistaraflokki í 19 ár og á, að mig minnir, 48 landsleiki að baki fyrir Íslands hönd,“ segir hann. Hrafn sleit barnskónum á Mælifellsá, fremsta bæ á Efribyggð í Lýdó hinum forna.
Meira

Samstaða :: Áskorandapistill Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir, Lilla - brottfluttur Króksari

Ég vil byrja á að þakka Laufeyju Kristínu vinkonu minni fyrir áskorunina, ég tek henni með bros á vör. Við þekktumst ekki mikið þegar við bjuggum báðar á Sauðárkróki, en svo virðist sem Skagafjörðurinn haldi áfram að gefa utan landsteinanna, þvílík lukka að eignast vini úr heimahögunum í Kaupmannahöfn!
Meira

Sókn til framtíðar

Þann 14. maí næstkomandi verða sveitarstjórnarkosningar haldnar um land allt. Þá ákveðum við hverja við veljum til þess að stjórna nærsamfélögum okkar næstu fjögur árin. Í ljósi eftirfarandi lagatexta er gott og rétt að við íhugum vandlega hverja við viljum sjá við stjórnvölin. Í Sveitarstjórnarlögum segir meðal annars: “Sveitarstjórn hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags.
Meira

Salan á Íslandsbanka er ólöglegt hneyksli!

Eftir Hrun eða árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögunum er ætlað að gera hlutverk Alþingis veigameira í sölumeðferðinni en áður. Lögin innihalda meginreglur og fastmótaðan ramma utan um tilhögun sölunnar. Þessar meginreglur kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.
Meira