Greinar

Saga hrossaræktar – félagskerfið, önnur grein :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal ofinn áfram þráðurinn frá síðustu grein þar sem fjallað var um stofnun fyrsta hrossaræktarfélagsins og hugmyndina að baki þess sem byggist á Norður-Evrópska eða Skandinavíska ræktunarmódelinu sem er við lýði enn í dag og er í raun grunnurinn að sameiginlegu skýrsluhaldi og útreikningi á kynbótamati. Þó staða hrossaræktarfélaganna hafi gerbreyst frá því er var.
Meira

Svör til íbúa

VG og óháðum bárust þessar spurningar frá íbúa sveitarfélagsins og erum sannarlega glöð að svara fyrirspurnum frá áhugasömum!
Meira

Skagafjörður til framtíðar

Í Skagafirði er gott að búa, fjölbreytt atvinnulíf og aðstæður góðar fyrir fjölskyldufólk. Hér viljum við ala upp börnin okkar og er því mikilvægt að grunninnviðir sveitarfélagsins séu í lagi. Í upphafi kjörtímabilsins sem nú er að líða var bæði vöntun á íbúðarhúsnæði og leikskólaplássi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því lagt mikla áherslu á að fjölga lóðum í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins og stuðla að uppbyggingu á leikskólum um fjörðinn.
Meira

„Oj nei, mig langar sko ekki í Blönduskóla!“ :: Áskorandapenni Lara Margrét Jónsdóttir Hofi í Vatnsdal

Þetta var aðal frasinn á Húnavöllum í mörg ár og þótti okkur óbærilegt að hugsa að við þyrftum kannski að deila skólagöngu með Blönduósingum. Hversu ömurlegt að við fengjum fleiri möguleika til að taka þátt í íþróttum, félagsstarfinu og lúðrasveitinni, sem var ennþá á lífi þá, vá hvað allir myndu vorkenna okkur fyrir að eiga svo erfitt líf.
Meira

SKAGAFJÖRÐUR LÍFSINS GÆÐI OG GLEÐI

Sveitarfélagið Skagafjörður vann og samþykkti árið 2014 FJÖLSKYLDUSTEFNU SKAGAFJARÐAR sem er sex síðna plagg með afar göfugum fyrirheitum og áætlunum að glæsilegri stefnu. Árið 2019 skrifuðu fulltrúar sveitarfélagsins Skagafjarðar undir það að vera HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG og árið 2020 var ákveðið að sveitarfélagið Skagafjörður yrði BARNVÆNT SVEITARFÉLAG.
Meira

Sterkur Skagafjörður

Skagafjörður er góður búsetukostur enda sveitarfélagið bæði víðfeðmt og fallegt með fullt af möguleikum. Einn megin styrkur atvinnulífs í Skagafirði er hversu blandað atvinnulífið er. Í grunninn erum við framleiðslusamfélag sem byggir á landbúnaði og sjávarútvegi en samhliða því höfum við einnig byggt upp öflugt þjónustusamfélag þar sem bæði starfar mikið af sjálfstæðum fyrirtækjum en einnig opinberar stofnanir.
Meira

Menningarhús á Sauðárkróki :: Leiðari Feykis

Það kom fram í Sæluvikusetningarávarpi Sigfúsar sveitarstjóra í Skagafirði að innan skamms mætti búast við því að hönnun og framkvæmdir menningarhúss á Sauðárkróki geti farið af stað í kjölfar undirritunar samnings á milli sveitarfélaganna og ráðherra menningar- og fjármála, eins og hægt er að lesa um í Feyki vikunnar. Þetta eru afar góðar fréttir og vissulega við hæfi að segja frá þeim í upphafi menningarhátíðar Skagfirðinga.
Meira

Barnvænn Skagafjörður

Eitt af grundvallaratriðum okkar í lífinu er að börnunum líði vel. Því er svo mikilvægt að hlúa vel að okkar yngsta fólki og skapa þeim umhverfi þar sem þau fá að njóta sín.
Meira

ByggðaListinn - Agnar H. Gunnarsson skrifar

Það vorar. Það er eitthvað unaðslegt við vorið, vorið er tími draumanna, þegar mannfólkið og öll náttúran vaknar til nýrra daga, nýrra möguleika. Nú er meira að segja kosningavor, sem er möguleikavor, möguleika til að breyta og gera eitthvað nýtt. Við hér í nýju sveitarfélagi í Skagafirði, þessu yndislega héraði okkar, kjósum í fyrsta skipti öll í sama sveitarfélagi og þá er um að gera að vanda sig.
Meira

Hurðaskellir, gluggagægjar, heitar gellur og graðnaglar :: Leikfélag Sauðárkróks sýnir Nei ráðherra

Undirrituð skellti sér einu sinni sem oftar á leiksýningu nú í upphafi Sæluviku, enda áhugamanneskja um slíkar sýningar. Það liggur í loftinu að fólk er orðið menningarþyrst eftir svelti í þeim efnum um tveggja ára skeið, sem skilaði sér bæði í leikgleði og viðbrögðum áhorfenda. Á sviðið voru mættar sögupersónur í sköpunarverki Ray Cooney, sem ku vera konungur farsanna. Hurðafarsi sem stendur sannarlega undir nafni, því það er ekki nóg með að hurðum sé skellt heldur gluggum líka. Efnið er, eins og oftast í slíkum verkum, framhjáhald og misskilningur sem vindur upp á sig.
Meira