Greinar

Prjónagleðin framundan

Kæru prjónarar, ferðaþjónustuaðilar og hugmyndaríku íbúar á Norðurlandi vestra. Helgina 10. - 12. júní nk. stendur fyrir dyrum viðburður á Blönduósi, haldinn af Textílmiðstöð Íslands sem heitir Prjónagleði. Prjónagleðin er hátíð sem hefur ansi áhugaverðan og litríkan markhóp og má kannski kalla hana uppskeruhátíð prjónanördanna.
Meira

Einn dagur af Sæluviku :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 3. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég var 2 vetur til heimilis á Sjávarborg í Skagafirði og þar heyrði ég mikið talað um „Sæluviku Skagfirðinga“, sem haldin er í tengslum við sýslunefndarfund. Er þá oft mannmargt á Sauðárkróki og alltaf hægt að velja um skemmtanir, sem eru seinni part dagsins. Það er til dæmis karlakórssöngur, sjónleikur, umræðufundir og alltaf dans á eftir.
Meira

Söðulsessan sem breyttist í mynd og brúðan hennar Sissu :: Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Í sparistofunni í Áshúsinu í Glaumbæ er útsaumuð mynd (BSk 1993:2) með blómamunstri á vegg. Myndin er eftir Kristínu Símonardóttur (1866-1956) frá Brimnesi. Upphaflega var myndin hluti af söðulsessu eins og konur notuðu til að smeygja undir sig í söðulinn, til að mýkja sætið. Kristín gaf hana vinkonu sinni Sigríði Pétursdóttur (1858-1930) í Utanverðunesi, þegar hún gifti sig 1880. Sú umsögn fylgdi myndinni að Kristín hefði byrjað á henni 1876 en það ártal er saumað í myndina. Þá var hún tíu ára gömul. Sagt er að hún hafi klárað verkið á fermingarári sínu. Hún hefur saumað myndina með mislöngu spori.
Meira

Hvað er það versta sem getur gerst? :: Áskorandi Helga Guðrún Hinriksdóttir

Það hefur pottþétt margoft verið skrifað um þetta viðfangsefni. Pottþétt. Og ábyggilega áður hér í Feyki. Ég held samt að það sé ekki hægt að skrifa eða fjalla of oft um þetta. Um hvað þá? Jú, að gera það sem mann langar til. Að fara út fyrir rammann. Takast á við krefjandi verkefni. Njóta.
Meira

Sýndarveruleikinn í Aðalgötunni :: Stóra myndin

Uppbygging atvinnustarfsemi að Aðalgötu 21 í Gránu og aðliggjandi húsum er stórt verkefni, sem Sveitarfélagið Skagafjörður og fyrirtækið Sýndarveruleiki ehf. undir forystu Ingva Jökuls Logasonar réðust sameiginlega í á árunum 2016-2019. Niðurstaðan varð samningur milli þessara aðila um samstarf og fjárfestingar af beggja hálfu. Sveitarfélagið Skagafjörður endurgerði áðurnefnd hús sem voru í niðurníðslu og Sýndarveruleiki ehf. setti á fót á eigin kostnað sýningu í húsinu um Sturlungaöldina þar sem áhersla er á notkun stafrænnar tækni við að miðla sögunni til gesta. Sýningin, sem kallast: 1238, Baráttan um Ísland, opnaði í júní 2019 með viðhöfn.
Meira

Af hverju ByggðaListinn?

ByggðaListinn er listi sem ekki er háður hefðbundinni flokkspólitík og getur því virkjað mannauðinn og skapað hugmyndir með frelsið að leiðarljósi. Á listanum er fólk af öllu hinu pólitíska litrófi sem á það sameiginlegt að brenna fyrir hagsmunum íbúa Skagafjarðar.
Meira

Baráttusætið

Á morgun göngum við til kosninga og vonandi verður þú kjósandi góður búinn að fara vel yfir málin, kynna þér hvað flokkarnir hafa fram að færa og velja það fólk sem þú telur að vinni af sem mestum heilindum fyrir samfélagið okkar.
Meira

Við stöndum við bakið á foreldrum

Fjárhagsáhyggjur eru líklega algengustu áhyggjur verðandi foreldra. Ekki nóg með það að fæðingarorlof er að hámarki 80% af meðallaunum hvors foreldris 18-6 mánuðum fyrir fæðingu, þá eru það eingöngu hærri barnabætur (á næsta ári) sem taka við tekjulausum foreldrum ef ekki fæst leikskóla- eða dagforeldrapláss að loknu fæðingarorlofi.
Meira

Það sem skiptir máli

Ég ætla að fara hér yfir nokkur mál sem ég legg áherslu á og finnst virkilega skipta máli svo sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og verði samkeppnishæft við önnur sveitarfélög um búsetu fólks og framþróun.
Meira

Við viljum samtalið

Í sveitarstjórn sitja fulltrúar sem íbúar hafa kosið til að standa vörð um hagsmuni sína og taka ákvarðanir fyrir þeirra hönd. Það hefur verið gríðarlega lærdómsríkt að hafa fengið traust til þess að sitja í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar síðastliðin fjögur ár. Eiginlega eins og að vera í námi með vinnu, því að kvöld og helgar fara í að setja sig inn í ákveðin málefni eða eiga samtöl við íbúa um hvað má gera öðruvísi eða betur.
Meira