Byggt á Nöfunum?

Byggingafélagið "Nú skal byggt sem aldrei fyrr ehf" í Reykjavík, hefur sent Skipulags- og bygginganefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar erindi, þar sem félagið óskar eftir því að fá að byggja raðhúsalengju eftir endilöngum brúnum Nafanna, allt frá heimavist Fjölbrautaskólans út að Kirkjuklauf.

Segir í erindi byggingafélagsins að útsýni sé helsti kostur þess að byggja á Nafarbrúnunum og hvað þá „fyrir þennan pening“, eins og stendur í bréfinu.

Nefndin tekur vel í erindið, enda sé það til þess fallið að bæta það ástand sem sé í húsnæðismálum á Sauðárkróki, segir í bókun nefndarinnar.

Skv. heimildum Feykis, mun bygging raðhúsanna hefjast í sumar og verður þá byrjað á svokallaðri „skotastúku“, beint fyrir ofan íþróttavöllinn, en þeir sem kaupa sér íbúðir þar, geta séð alla íþróttaviðburði á vellinum frítt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir