Fljúgandi hæna í Húnaþingi

Guðríður Sigurbjörnsdóttir, húsfreyja að Ands-koti í V-Hún brá heldur betur í brún þegar hún ætlaði að gefa hænum sínum einn morgun í síðustu viku. Gekk hún þar fram á fljúgandi hænu, en eins og flestir vita eiga hænur ekki að geta flogið.

Sagði Guðríður í samtali við Feyki.is að þetta hafi komið henni í opna skjöldu því þetta hafi hún ekki séð áður. „Það var engu líkara en hænukvikindinu hefðu vaxið nýir vængir“,  og sagðist hún óttast að þarna sé um tegundablöndun að ræða, en í kofa við hliðina á hænsnakofanum heldur hún aliendur. „Ég hef ekki gáð að því að hefta för fuglanna þarna á milli og það hefur eitthvað gerst þarna sem ég hef ekki vitað fyrr en nú“, sagði Guðríður. Hænan, sem nefnist Gugga í höfuðið á ömmu Guðríðar,  flaug nokkra hringi í kring um bæinn en kom svo aftur á hlaðið og settist meðal „kynsystra“ sinna eins og ekkert hefði í skorist. „Hinar hænurnar virtust ekkert kippa sér upp við þetta, en þó er ég ekki frá því að haninn hafi orðið hissa á þessu“, sagði Guðríður að lokum.

Guðríður lét Náttúrustofu Norðurlands vestra vita um fljúgandi hænuna og munu menn þar á bæ vera á leið vestur um til að athuga málið nánar.

/Dreifarinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir