Kallar Esjuna bara "hól"

Kristmann Grétarsson hefur komið sér í fréttir dagsins með því að kalla Esjuna bara „hól“ á meðan falleg fjöll út um allt landi beri fjallanöfn með rentu.

Kristmann sem býr í Vatnsdalnum segist ekki sjá neinn mun á Esjunni og öllum þeim óteljandi hólum sem finna má í dalnum. – Ég skil ekki alveg þetta dálæti Reykvíkinga á Esjunni, sem í mínum huga er bara hóll á við þá sem finna má hér í Vatnsdalnum. Þegar ég kem suður og mér er bent á Esjuna, lít ég yfir og segi við fólk; „ertu að meina þennan hól þarna hinum megin“? Fólki bregður við þessi tilsvör hjá mér, en það er bara fólk sem hefur ekki séð alvöru fjöll eins og finna má út um allt land, sagði Kristmann í samtali við Dreifarann.

Hann segist alls ekki vilja hljóma hrokafullur, en þetta sé bara hans skoðun. Fjöll eigi ekki að kalla fjöll nema þau séu stærri og merkilegri en hólar og hæðir. – Esjuhæð eða Esjuhóll væri nær lagi, sagði Kristmann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir