Smjörklípuaðferðin óvinsæl

Guðlaug Sívertsen hefðardama fékk í febrúar smjörklípu í sjávarleðurveski sitt á þorrablóti í Aðalgötu. Það er skemmst frá því að segja að frú Guðlaug er afar ósátt við uppátæki þetta.

–Þetta er bara alveg ömurlegt, síminn minn og sígarettukveikjarinn eru allir löðrandi í smjöri og taskan er bara gjörónýt. Verst er þó að ég hafði fengið Audda Blö til að gefa mér eiginhandaráritun á servíettu og hún er alveg í kássu. Ég skil bara ekki hvernig fólki dettur í hug að gera svona, þú veist, setja smjör í töskuna hjá manni. Ég meina það!?

Guðlaug íhugar að kæra verknaðinn til lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir