1% lækkun hjá KVH

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í verði hjá níu verslunum og verslunarkeðjum af 14 sem skoðaðar voru frá því í apríl 2014 fram í miðjan september. Könnunin tekur m.a. til tveggja verslana á Norðurlandi vestra, KVH og KS.

Verð á vörukörfu ASÍ lækkaði um 1% hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga en hækkaði um 0,3% hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Nánari upplýsingar um verðkannanirnar er að finna á vef ASÍ.

Fleiri fréttir