10. bekkur á Blönduósi í Sumarbústaðaferð
Önnur skemmtileg frjá Fjölmiðlavali Grunnskólans á Blönduósi. -Dagana 6. - 7.okt. fórum við (10. bekkurinn) í sumarbústað við Stóru-Giljá með umsjónarkennaranum okkar henni Önnu Margreti.
-Við lögðum af stað um sex leytið frá Grunnskólanum. Þegar við komum á staðinn var strax farið í að skoða bústaðinn sem reyndist svo vera í minni kantinum en við létum það ekkert á okkur fá og skemmtum okkur langt fram eftir nóttu.Fyrst var farið í það að grilla og finna sér næturstað, þar næst var látið renna í heitapottinn og flest allir fóru í hann. Þegar allir voru orðnir eins og rúsínur var ákveðið að fara upp úr og skella sér í nokkra sérvalda leiki, á meðal þeirra var „Ég elska þig en má ekki brosa“ leikurinn, „Blikk“ morðingi og leikur þar sem allir vinna saman að losa bandaflækju. Lítið var sofið þessa nótt, mikið var spjallað, hlustað á tónlist, farið í pottinn (margir fóru þrisvar í hann) og borðað nammi. Margir sváfu aðeins síðustu klukkutímana af ferðalaginu og sáu svo eftir því þegar kom að þrifum, en við náðum að þrífa allt (enda ekki mjög stór sumarbústaður). Ég vona að allir hafi skemmt sér vel og þessi ferð lifi lengi í minnum okkar.
Elín Hulda Harðardóttir
Heimasíðu fjölmiðlavals má sjá hér