220 kíló fuku á þremur mánuðum

F.v. María Dröfn Guðnadóttir 2. sæti, Guðrún Hanna Kristjánsdóttir 95 mætingar á 84 dögum, Erla Hrund Þórarinsdóttir 1. sæti og Hlöðver Þórarinsson 3. sæti. Aðsend mynd.
F.v. María Dröfn Guðnadóttir 2. sæti, Guðrún Hanna Kristjánsdóttir 95 mætingar á 84 dögum, Erla Hrund Þórarinsdóttir 1. sæti og Hlöðver Þórarinsson 3. sæti. Aðsend mynd.

Lífsstílsáskorun Þreksports hófst 7. janúar sl. og stóð yfir í tólf vikur þar sem fólki gafst kostur á að stíga sín fyrstu skref í átt að bættum lífsstíl. Síðasti dagur áskorunarinnar var svo föstudaginn 29. mars, nákvæmlega þremur mánuðum seinna sem endaði á smá lokahófi áskorunar og árshátíð Þreksports.

„Aðalmarkmiðið með því að setja upp áskorunina var að við vildum skapa fólki tækifæri og hvatningu til þess að byrja að hreyfa sig eða halda áfram að hreyfa sig og gera betur undir handleiðslu þjálfara stöðvarinnar. Tilgangurinn átti ekki að vera öfgafull keppni þar sem heilsu fólks væri ógnað. Við mannskepnan erum sterkari í hóp heldur en ein á báti og félagslegi þáttur Þreksports hefur hjálpað einstaklingum að upplifa hreyfingu á jákvæðan og skemmtilegan hátt,“ segir Guðrún Helga Tryggvadóttir, eigandi Þreksports.

Guðrún Helga og Guðjón Örn Jóhannsson, þjálfarar í Þreksport, segja að það sé gaman að líta yfir og sjá breytinguna hjá fólkinu sem hefur staðið sig frábærlega síðustu þrjá mánuðina. Það hafi komið í ljós á mælingunum fjórum, bæði ummáls-fitumælingu og vigtun hversu duglegt fólk er í Skagafirði. Á þessum þremur mánuðum fóru 1312 sm, 220 kíló og  216,4% fituprósenta. „Þetta er mjög flottur árangur og erum við ákaflega stolt af þessu fólki. Flestir ef ekki allir komust nálægt sínum markmiðum og það er eitt af því sem gleður okkur hvað mest.

Þau sem misstu hlutfallslega mest fengu vegleg verðlaun, peningaverðlaun ásamt flottum gjöfum frá nokkrum fyrirtækjum. Í fyrsta sæti var Erla Hrund Þórarinsdóttir. Í öðru sæti var María Dröfn Guðnadóttir og í þriðja sæti var Hlöðver Þórarinsson. Einnig var verðlaunaafhending fyrir þann sem mætti oftast í stöðina sl. þrjá mánuðina og var það Guðrún Hanna Kristjánsdóttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir