320 lítrum af vatni dælt út úr Verslunarminjasafninu
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
05.09.2014
kl. 13.57
Vatn flæddi inn í Verslunarminjasafnið Bardúsu á Hvammstanga í vatnaveðrinu um sl. helgi þegar fyrsta haustlægðin gekk yfir landið. Húsnæðið var allt á floti þegar starfsmaður vitjaði þess sl. sunnudag en skemmdir voru minniháttar að sögn Unnar Grétu Haraldsdóttur.
Unnur segir að Jóhanna Jósefsdóttir og Björn Ingi Þorgrímsson, maðurinn hennar, hafi mætt á svæðið með vatnssugu og dælt 320 lítrum af vatni úr húsinu.
„Frábært hvað fólk er tilbúið að hlaupa undir bagga þegar eitthvað kemur uppá,“ segir Unnur í samtali við Feyki.