39. tölublað Feykis

Í 39. tölublaði Feykis sem kom út sl. fimmtudag er m.a. fjallað um nýtt og hagkvæmara mjólkursamlag KS og óánægju íbúa á Norðurlandi vestra með tillögur um sameiningu heilbrigðisstofnana.

Guðrún Sif Gísladóttir segir frá baráttu sinni við alkóhólisma og rætt er við Gunnar Hrafn Kristjánsson sem leikur Óla í Fólkinu í blokkinni. Magnús Ólafsson á Blönduósi heldur um áskorendapennann og Jóhanna Karlsdóttir og Bessi Gunnarsson á Skagaströnd eru matgæðingar vikunnar. Ingvar Gýgjar Jónsson er íþróttagarpur vikunnar og vísnaþáttúr nr 604 lítur dagsins ljós.

Birtar eru svipmyndir frá bleikum degi og fjallað um sviðamessu í Hamarsbúð í máli og myndum. Rætt er við Kristínu Snorradóttur, nýjan umboðsmann Sjóvár í Skagafirði og sagt frá óvissuferð ferðaþjónustuaðila í Skagafirði. Íþróttafréttir eru á sínum stað og sömuleiðis aflahornið, Spurning vikunnar, Krossgátan og annað afþreyingarefni.

Í fréttum í blaðinu er einnig fjallað um fyrirhugaða kvikmyndun bókarinnar Burial Rites, fíkniefnafund á Króknum, hugmyndir um einkaframkvæmd á Svínavatnsleið og margt fleira.

Fleiri fréttir