4-1 fyrir Tindastól í æfingaleik m.fl. karla
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.02.2015
kl. 11.13
Tindastóll og Dalvík/Reynir léku æfingaleik í Boganum á Akureyri í gærkvöldi. Við lok fyrri hálfleiks voru Dalvík/Reynir yfir með eitt mark en í seinni hálfleik komu Stólarnir aldeilis sterkir inn og skoruðu fjögur mörk.
Dalvík/Reynir komst yfir í fyrri hálfleik og staðan var 1-0 í hálfleik. Á stuttum kafla í snemma í seinni hálfleik skoruðu Tindastólsmenn þrjú mörk og bættu síðan því fjórða við í hálfleiknum. Úrslit leiksins urðu því 1-4 fyrir Tindastól. Mörk Tindastóls skoruðu þeir Bjarki Már, Fannar Örn, Benjamín og Óskar Smári.
Lið Tindastóls: Sævar, Ingvi Hrannar, Hallgrímur, Bjarki Már, Alex, Guðni Þór, Konráð Freyr, Róbert, Óskar Smári, Benjamín og Fannar Örn.