4-3 sigur Kormáks/Hvatar
Kormákur/Hvöt tók á móti liði Skallagríms á Hvammstangavelli fimmtudaginn 3. júlí síðastliðinn. Leikurinn var hörku spennandi og mikil markasúpa í fyrri hálfleik.
Guðni Albert Kristjánsson kom Skallagrími yfir strax á 12. mínútu og nokkrum mínútum síðar skoruðu Kormákur/Hvöt sjálfsmark og staðan því 0-2 fyrir gestunum. Ingvi Rafn Ingvarsson minnkaði svo muninn á 23. mínútu, en mínútu síðar skoraði Guðni Albert sitt annað mark í leiknum fyrir Skallagrím og staðan því orðin 1-3 fyrir gestunum. Leikmenn Kormáks/Hvatar létu það þó ekki á sig fá og minnkaði Frosti Bjarnason muninn aftur með marki á 26. mínútu. Í lok fyrri hálfleiks jafnaði Hjörtur Þór Magnússon svo metin með marki á 43. mínútu. Staða í hálfleik 3-3.
Minna var um mörk í seinni hálfleik en ansi mörgum spjöldum var veifað. Hlynur Rafn Rafnsson leikmaður Kormáks/Hvatar fékk að líta gula spjaldið á 53. mínútu. Arnar Ingi Ingvarsson kom svo Kormáki/Hvöt yfir með marki á 66. mínútu. Halldór B. Bjarneyjarson leikmaður Skallagríms fékk gult spjald á 78. mínútu og Hámundur Örn Helgason leikmaður Kormáks/Hvatar var rekinn af velli á 88. mínútu eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. Lokastaða 4-3 fyrir Kormák/Hvöt.
Kormákur/Hvöt er í 2. sæti í riðlinum, með 12 stig eftir 6 leiki. Lið Skallagríms fylgir fast á eftir í 3. sæti með 9 stig eftir 6 leiki.
Næsti leikur Kormáks/Hvatar fer fram á Hvammstangavelli laugardaginn 12. júlí nk. En þá taka strákarnir á móti liði KFG og hefst leikurinn kl. 14:00.