40 ára búfræðingar gefa Hólaskóla listaverk

Á myndinni eru talið frá vinstri Gunnar Pálsson, Helgi Hrafnkelsson, Haukur Ástvaldsson, Jón Þór Aðalsteinsson, Jón S. Gíslason, Gunnlaugur Tobíasson, Hólmgeir Þ. Pálsson, Jón R. Gíslason, Páll Sigurðsson, Sigmar Jóhannsson, Jón Gunnar Guðlaugsson, Guðmundur Karl Sigurðsson, Ámundi Gunnarsson, Gunnþór Kristjánsson, Inger Helgadóttir og Skúli Skúlason rektor.

 

40 ára búfræðingar frá Hólaskóla héldu nú um helgina upp á útskriftarafmæli sitt. Að því tilefni færðu búfræðingarnir skólanum listaverk eftir danska listamanninn og hestamanninn Peter Tandrup.

 

 

 

 

Búfræðingarnir skoðuðu sig um á Hólum undir leiðsögn Skúla Skúlasonar. Margt hefur heldur betur breyst – en margt er þó á sínum stað og óbreytanlegt. Hópurinn kom eins og áður sagði færandi hendi en verkið sem hópurinn gaf sýnir  hest á skeiði. Verkið er staðsett í Þráarhöllinni ásamt öðru verki eftir sama listamann sem fjörutíu ára útskriftarhópur gaf skólanum í fyrra. Þykja verkin færa höllinni sérlega skemmtilegan blæ en á heimasíðu Hóla kemur fram að Hólaskóli sé þakklátur fyrir gjöfina og þá tryggð og vináttu sem hinir fyrrum nemendur sýna með henni.

Fleiri fréttir