500 milljónir í Bjargráðasjóð vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tryggt aukið fjármagn til Bjargráðasjóðs vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna síðasta vetur. Veitt verður 500 milljónum aukalega í sjóðinn á árinu 2020.

Bjargráðasjóður starfar samkvæmt lögum nr. 49/2009 og er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins og segir á vef stjórnarráðsins að hlutverk hans sé að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiriháttar beint tjón af völdum náttúruhamfara, meðal annars vegna tjóns á girðingum og vegna uppskerubrests af völdum óvenjulegra kulda, þurrka og kals.

Fjárhagsaðstoð sjóðsins felst í veitingu styrkja sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni í samræmi við fjárhag og stöðu sjóðsins. Í færslunni kemur einnig fram að með aukinni fjárveitingu verður sjóðurinn betur í stakk búinn til að styðja við bændur sem lentu í tjóni vegna óveðursins í desember 2019 og almennrar vetrarhörku síðasta vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir