7. besti árangur frá upphafi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
12.06.2014
kl. 08.32
72. Vormót ÍR var haldið í gærkveldi á Laugardalsvellinum í blíðskaparveðri. Skagfirðingurinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson var á meðal keppenda og kom hann fyrstur í mark í 100 m hlaupi karla á 10,71 sek og bætti sitt persónulega met. Fyrir átti hann best 10,99 sek sem hann hljóp á Vormóti HSK 17. maí síðastliðinn.
Samkvæmt vef Frjálsíþróttasamands Íslands er árangur Jóhanns 7. besti árangur frá upphafi í þessari grein hér á landi og sá besti síðan árið 2000.
Frábær árangur og bætingar hjá Jóhanni Birni!
Frekari úrslit af mótinu er að finna á vef fri.is