90 ára afmæli UMF Hvatar
Ungmennafélagið Hvöt á Blönduósi hélt upp á 90 ára afmæli sitt á næstsíðasta degi ársins 2014. Afmælið var haldið í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Í íþróttasalnum var hægt að finna sér ýmislegt til að gera s.s. borðtennis, klifurvegginn, fótbolti, boccia og fleira.
Frítt var í sund fyrir félagsmenn á meðan haldið var upp á afmælið og boðið var upp á kaffiveitingar í norðursal íþróttahússins. Frá þessu er sagt á vef Húnahornsins og þaðan er meðfylgjandi mynd, sem tekin var af Kristínu Ingibjörgu Lárusdóttur.