A listinn með fjóra menn í Húnavatnshreppi

Í Húnavatnshreppi var kosið milli tveggja lista, A lista og E lista. Hlaut A listi 164 atkvæði, eða 61,9% en E listinn 101 atkvæði eða 38,1 %. A listi fékk því fjóra menn kjörna en E listinn þrjá. Eftirfarandi skipa því hreppsnefnd Húnavatnshrepps á komandi kjörtímabili:

1.  (A) Þorleifur Ingvarsson

2.  (E) Þóra Sverrisdóttir

3.  (A) Sigrún Hauksdóttir

4.  (A) Jón Gíslason

5.  (E) Jakob Sigurjónsson

6.  (A) Jóhanna Magnúsdóttir

7.  (E) Magnús R Sigurðsson

Varamenn

(A) Pálmi Gunnarsson

(A) Berglind Hlín Baldursdóttir

(E) Ingibjörg Sigr. Sigurðardóttir

Fleiri fréttir