Aðalfundi Umf. Tindastóls frestað um viku
feykir.is
Skagafjörður
20.03.2019
kl. 11.23
Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur stjórn Umf. Tindastóls frestað aðalfundi félagsins sem halda átti í dag. Frestast fundurinn um eina viku og er nýr fundartími 27. mars kl. 18:00 í fundarsal á efri hæð í Húsi frítímans.
Á heimasíðu Tindastóls segir að allir þættir fundarins verði með sama sniði, einungis viku seinkun á fundartíma.