Aðalfundur Alþýðulistar framundan
Alþýðulist heldur aðalfund sinn í Melsgili miðvikudagskvöldið 2. mars kl. 20:00. Þar sem mikil gróska er í alls kyns handverki þessa dagana viljum við vekja athygli fólks á félaginu og hvetjum til inngöngu í þennan skemmtilega félagsskap.
Alþýðulist verður með sölubás á Landsmóti hestamanna í sumar og er þetta því kjörið tækifæri til að koma vörum sínum á framfæri.
Við leggjum líka lóð okkar á vogarskálar endurvinnslunnar og saumum poka úr Feyki og Sjónhorninu sem viðskiptavinir fá undir vörurnar og stefnum á mikla pokaframleiðslu til að hafa nóg fyrir sumarið.