Aðalfundur Leikfélagsins í kvöld

Leikfélag Sauðárkróks heldur aðalfund sinn í kvöld 7. júní klukkan 20:00 í Bifröst gengið inn að norðan. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. sagt frá hugmynd að breyttu æfingatímabili sem og að fyrir liggur að taka stórar ákvarðanir í sambandi við húsnæðismál.

Leikfélag Sauðárkróks hefur verið öflugt í starfsemi sinni í gegn um árin og oftast sýnt tvö leikrit á ári, barnaleikrit að hausti og svo eitthvað sem hæfir í Sæluviku. Fjöldi fólks kemur alla jafna að uppsetningum en alltaf er pláss fyrir áhugasama að starfa með félaginu, bæði á sviði og utan þess. Búast má við því að eitthvað verði rætt um haustleikrit á fundinum.

Allir áhugasamir um leiklist á Sauðárkróki eru velkomnir á aðalfund í kvöld.

Fleiri fréttir