Aðeins einn kennari á haustþing

Fræðsluráð Húnaþing vestra hefur leitaði svara hjá skólastjóra grunnskóla við spurningum vegna 1. október sl.sem var skráður sem haustþing kennara á skóladagatali en aðeins einn kennari sótti þingið.

 Í svari skólastjóra kom fram að haustþingið er skráður starfsdagur. Starfsdagar séu hluti af kjarasamningsbundnum ákvæðum og ekki heimilt að fella niður. Ekki hafi verið almennur áhugi á haustþingi að þessu sinni þar sem fyrirkomulag var með öðru sniði en vant er. Þar að auki féll niður aðalfundur KSNV og því þótti skynsamlegt að skoða aðrar leiðir og kennarar kusu að nýta daginn til vinnu. Starfsdagar kennara séu mismunandi útfærðir og þegar ekki er um að ræða skipulagða fundi í skólanum þá vinni kennarar að þeim verkefnum sem þeim ber að vinna. Allir kennarar unnu því starfsdag og hann færist ekki til á skóladagatali. Aðrir starfsmenn unnu af sér þennan föstudag í sláturgerð fyrir mötuneyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir