Aðgangskort að sorphirðustöðvum?

Einn þeirra gáma sem fjarlægðir hafa verið úr sveitum Skagafjarðar og margir sakna. Umgangur var ekki alltaf til fyrirmyndar en spurning hvernig hugmynd Ingu Katrínar verður tekið um að fólk fái aðgangskort að sorpstöðvum svo hægt sé að koma rusli frá sér utan venjulegs opnunartíma. Mynd: Inga Katrín.
Einn þeirra gáma sem fjarlægðir hafa verið úr sveitum Skagafjarðar og margir sakna. Umgangur var ekki alltaf til fyrirmyndar en spurning hvernig hugmynd Ingu Katrínar verður tekið um að fólk fái aðgangskort að sorpstöðvum svo hægt sé að koma rusli frá sér utan venjulegs opnunartíma. Mynd: Inga Katrín.

Inga Katrín D. Magnúsdóttir, varamaður V lista í Sveitarfélaginu Skagafirði, lagði fram athyglisverða tillögu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í gær um aðgengi íbúa að sorphirðustöðvum í héraðinu. Sér hún fyrir sér að íbúar sem þess óska fái aðgangskort sem veiti þeim aðgengi að helstu gámum sorphirðustöðvanna, utan auglýstra opnunartíma.

Í greinargerð með tillögunni segir að sorpgámar Sveitarfélagsins hafi verið fjarlægðir og ætlast sé til að fólk í sveitum fari sjálft með heimilissorp á sorphirðustöðvar. Íbúar hafi gagnrýnt skerta þjónustu, sérstaklega hvað varðar takmarkaða opnunartíma sorphirðustöðvanna:

„Með aðgangskortum væri íbúum gefinn kostur á losa sig við sorp þegar þeim hentar, óháð opnunartíma sorphirðustöðva. Aðgangskort væri gefið út á kennitölu og við afhendingu fengi handhafi fræðslu um flokkun sorps frá starfsmanni sorphirðustöðva, upplýsingar um æskilega umgengni um svæðið sem og með hvaða hætti fylgst er með notkun kortsins. Ítrekuð frávik frá reglum gætu þýtt afturköllun á aðgangi að svæðinu. Mikilvægt er að unnið sé með starfsfólki sorphirðustöðvanna að útfærslu tillögunnar.“

Nefndin fól sviðsstjóra að taka þessa tillögu til skoðunar í tengslum við fyrirhugað útboð í sorpmálum.

Tengdar fréttir:
Allt í rusli í Skagafirði?
Þremur gámastöðvum lokað í Skagafirði

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir