Aðsókn í sundlaugar Skagafjarðar góð í sumar
Á vef Sveitarfélags Skagafjarðar er sagt frá því að aðsókn í sundlaugar Skagafjarðar, sem eru fjórar, hafi verið mjög góð framan af sumri.
Er það nokkuð ljóst að Íslendingar voru mjög duglegir að ferðast í sumar um Skagafjörð og hafa því heimsótt laugarnar í leiðinni. Þá segja þeir einnig frá því að það hafi verið mjög ánægjulegt að sjá fjölgun gesta í laugunum bæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð, en metfjöldi gesta sótti sundlaugina í Varmahlíð í sumar. Í lok sumars hafði hinsvegar verið fækkun gesta, eða -2,5% milli ára, en það má rekja til fækkunar á erlendum gestum.
Sveitarfélagið Skagafjörður vill svo hvetja heimamenn áfram til þess að nýta sundlaugarnar sér til heilsubótar.
