Ætla að flytja ostalínu frá Svíþjóð til Sauðárkróks

Þrír menn á vegum Tengils og Kaupfélags Skagfirðinga munu nú í janúar mánuði dvelja í Svíþjóð þar sem KS hefur fest kaup á innvolsi Mjólkursamlags. Ekki mun þó vera um útrás að ræða heldur eiginlega innrás þar sem mennirnir hafa það hlutverk að taka niður framleiðslulínu til ostagerðar og flytja hana heim til Íslands þar sem hún verður sett upp.

Fleiri fréttir