Afgerandi kjötgæði hjá KS
Í nýjasta Bændablaðinu er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsókna sem gerð var á vegum Matís og fjallar um hvernig framleiða má nánast fullmeyrnað lambakjöt með raförvun við aflífun og síðan öflugri kælingu.
Kjötafurðastöð KS rekur eina sláturhúsið á Íslandi sem beitir þessum aðferðum og samkvæmt úttektinni er alveg ákveðið samband á milli þessara aðferða og afgerandi kjötgæða KKS.
Ágúst Andrésson, segir við BBl að það sé athyglisvert að KKS, sem sé langafkastamesta sláturhúsið kemur afgerandi best út úr þessum samanburði.
„Við höfum verið gagnrýnd fyrir það að keyra slátrun og vinnslu á allt of miklum hraða sem orsaki seigt kjöt. Þessi rannsókn sýnir hinsvegar svo ekki verður um villst að sú tækni sem við höfum byggt upp í okkar afurðastöð, skilar langbestum niðurstöðum varðandi kjötgæði, meyrnun, lit og sýrustig.
Það sem ræður mestu um þetta er svokallaður raförvunarbúnaður, en slíkur búnaður er staðalbúnaður í öllum sláturhúsum t.d. í Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Kjötafurðastöð Kaupfélags Skag¬firðinga er eina sláturhúsið á Íslandi með slíkan búnað, en við höfum á undanförnum árum sótt okkur þekkingu til þessara landa og heimfært á okkar afurðastöð á Sauðárkróki og er þetta partur af þeirri þróun.“
Hægt er að sjá alla fréttina HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.