Aftur hægt að kaupa olíu á Ketilási

Rúna Júlíusdóttir, útibússtjóri, vígir nýju dæluna. Mynd: Facebooksíðan Verslunin Ketilás.
Rúna Júlíusdóttir, útibússtjóri, vígir nýju dæluna. Mynd: Facebooksíðan Verslunin Ketilás.

Eins og sagt var frá á Feyki.is skömmu fyrir jól hefur verið settur upp olíutankur frá ÓB við verslun KS á Ketilási í Fljótum en þar hefur ekki verið starfrækt olíuafgreiðsla frá því snemma á síðasta ári. Í lok síðustu viku var svo dælan tekin í notkun og var það Rúna Júlíusdóttir, útibússtjóri verslunarinnar, sem fékk þann heiður að vera fyrst að dæla af nýju dælunni.

Trölli.is segir frá því að uppsetning tanksins sé tilkomin vegna beiðna frá heimamönnum sem sjái sér hag í að minnka notkun á heimageymum en einnig sé þetta viðbótarþjónusta við aðra umferð á svæðinu. Umboðsmaður Olís á Siglufirði mun hafa yfirumsjón með staðnum en auk þess verður ráðinn aðili úr nærumhverfinu til að hafa reglulegt eftirlit með búnaði. Ekki verður boðið upp á bensínafgreiðslu að sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir