Áheitahlaupið gaf tæp 300.000-
Áheita og styrktarhlaup Skokkhópsins sem fram fór í Skagafirði 19. september s.l. tókst vel en alls voru hlaupnir, gengnir eða hjólaðir um 1512 km og voru þátttakendur 97 að tölu.
Áheita og styrktarhlaupið var haldið til styrktar Þuríði Hörpu en fyrirtæki og einstaklingar í Skagafirði auk sveitarfélagsins veittu styrki til verkefninsins. Alls söfnuðust tæpar 300 þúsund krónur. Að sögn Árna Stefáns tókst hlaupið afskaplega vel og vill hann koma kæru þakklæti til allra er lögðu málefninu lið. Árni vill minna á að hlaupið verður á laugardögum í vetur klukkan 10.30 frá Sundlauginni. –Opið fyrir alla og kostar ekkert, segir Árni.
Hægt er að sjá myndir af hlaupinu HÉR