Álftagerðisbræður á Blönduósi

Á sunnudaginn munu hinir síungu og vinsælu söngbræður frá Álftagerði syngja í Blönduóskirkju.


Dagskráin mun hefjast kl. 16 og að sögn Sigfúsar Péturssonar verður sem oft áður fluttur samtíningur úr öllum áttum. -Aðallega verður þetta þó létt músík í amstri dagsins, segir Sigfús og vill endilega koma því á framfæri að undirleikari sem fyrr er snillingurinn Stefán Gíslason.

Fleiri fréttir