Allar tryggingar Blönduósbæjar til Sjóvá
Blönduósbær hefur undirritað samning við Sjóvá um tryggingar sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára. Ríkiskaup annaðist útboð á tryggingum Blönduósbæjar síðasta haust og bárust þrjú tilboð. Tilboð Sjóvá var hagstæðast og lækka tryggingarnar talsvert í kjölfar þessa samnings.
Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri og Jón Birgir Guðmundsson frá Sjóvá undirrituðu samninginn í síðustu viku. Samkvæmt heimasíðu Blönduósbæjar annaðist Ríkiskaup útboð á tryggingum Blönduósbæjar síðasta haust og bárust þrjú tilboð. Tilboð Sjóvá var hagstæðast og lækka tryggingarnar talsvert í kjölfar þessa samnings.
