Áramót á Blönduósi

Líkt og á Skagaströnd voru áramótin með hefðbundnu sniði á Blönduósi eins og undanfarin áramót. Björgunarfélagið Blanda stóð fyrir brennu og flugeldasýningu líkt og undanfarin ár en brennan var óvenjustór þetta árið en í henni voru bæði gamall sumarbústaður og fjárkassi auk fjöla bretta og var um myndalegasta bálköst að ræða.

Töluverður fjöldi var mættur til að fylgjast með brennunni og flugeldasýningunni. Flugeldasýningin klikkaði ekki frekar en fyrri áramót, þökk sér björgunarsveitarmönnum og velunnurum þeirra. Áramótadansleikur var að venju í Félagsheimilinu og lék hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi.

Heimild Húni.is

Fleiri fréttir