Árangursmat vegna samstarfs við N4 um kynningarverkefni á Norðurlandi vestra

Framkvæmt hefur verið árangursmat vegna samstarfs við N4 um kynningarverkefni á Norðurlandi vestra. Um er að ræða eitt af sex verkefnum á Norðurlandi vestra sem samningur var undirritaður um á vettvangi sóknaráætlunar landshluta. SSNV leiddi framkvæmd eins af verkefnunum og stóð fyrir kynningu á svæðinu.

Í maí 2013 var undirritaður samningur um stuðning við verkefni á vettvangi sóknaráætlunar landshluta milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og stýrinets stjórnarráðsins. Í framhaldi af þeim samningi var úthlutað stuðningi til sex verkefna á Norðurlandi vestra. SSNV leiddi framkvæmd eins af þeim verkefnum. Ákveðið var að standa fyrir kynningu á svæðinu þar sem meginmarkmiðin væru fyrst og fremst að:

 Stuðla að aukinni og jákvæðri umfjöllun um atvinnulíf og mannlíf á Norðurlandi vestra

 Kynna fjölbreytt tækifæri og áhugaverða nýsköpun í höndum ólíkra aðila á svæðinu.

 Kynna Norðurland vestra sem aðlaðandi kost til búsetu og atvinnustarfsemi

 Styðja við aukin umsvif hjá þeim sem bjóða vöru og þjónustu á svæðinu

 Stuðla að jákvæðri ímyndarsköpun og sjálfsmynd íbúa gagnvart Norðurlandi vestra

Gerður var samningur við sjónvarpsstöðina N4 sem fól í sér að stöðin myndi fjalla um valin áhersluatriði á svæði SSNV á tímabilinu 1. október 2013 – 1. apríl 2014. Samið var um að á tímabilinu myndu birtast 90 innslög en þau urðu reyndar talsvert fleiri

Þegar samningur SSNV og N4 rann út hófst SSNV handa við að gera spurningakönnun meðal þeirra sem fjallað var um. Tilgangurinn var að freista þess að meta hvort þau markmið sem sett voru fram með kynningarátakinu hefðu náð fram að ganga. Skýrsluna í heild má nálgast á heimasíðu SSNV:

Fleiri fréttir