Árshátíð á föstudag

Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan átta á föstudagskvöld.  Að skemmtidagskrá lokinni verða kaffiveitingar í húsnæði skólans á Hvammstanga og jafnhliða hefst dansleikur þar sem hljómsveitin GHG og Ingibjörg spilar fyrir dansi.

Eftirfarandi upplýsingar eru teknar af heimasíðu skólans.

Miðaverð á árshátíðina er eftirfarandi:
Skemmtiatriði, kaffiveitingar og dansleikur: 2000 kr.
Kaffiveitingar og dansleikur fyrir nemendur skólans: 1000 kr.

Ekki verður hægt að greiða með kortum.
Ef fleiri en tveir nemendur eru frá sama heimili, er frítt frá og með þriðja barni.
Börn undir grunnskólaaldri fá frítt inn á árshátíðina.

Forsala á miðum verður í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga fimmtudaginn 20. nóvember kl. 11-16. Miðar verða einnig seldir við innganginn.

Allur ágóði af skemmtuninni rennur í ferðasjóð nemenda

Fleiri fréttir