Ársþing SSNV fór fram um helgina

Ársþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fór fram dagana 17. – 19. október á Sauðárkróki. Var fyrsti dagurinn að mestu helgaður málefnum fatlaðra en föstudagurinn hófst á aðalfundi Menningarráðs Nv og svo var farið yfir skýrslur stjórnar SSNV, Heilbrigðiseftirlits Nv og starfsskýrslu framkvæmdastjóra sem og að farið var yfir ársreikninga.

Halldór Halldórsson formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Halldór Halldórsson formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu ávörp og svöruðu spurningum úr sal. Kom fram í máli Hönnu Birnu að hún ætlaði að beita sér fyrir því að lögreglu- og sýslumannsembætti verði efld á landsbyggðinni.

Marí Björk Ingvadóttir sagði frá athugunum sínum um unga fólkið. Hér er hún lengst til hægri.

Unga fólkið var einnig umræðuefni á þinginu en þar spurði María Björk Ingvadóttir, félagsráðgjafi í erindi sínu, hvað við vitum um unga fólkið okkar. Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst, Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari FNV og Ísak Óli Traustason nemi við sama skóla höfðu einnig sitthvað að segja um unga fólkið og menntun sem því býðst.

Bjarni Jónsson formaður SSNV.

Þinginu lauk svo á sunnudeginum eftir að nefndarstörf og afgreiðslur nefndarálita höfðu farið fram ásamt umræðum um málefni sveitarfélaganna o.fl. Þá flutti utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson ávarp og svaraði spurningum þingfulltrúa.

Sigurjón Þórðarson framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Haraldur Jóhannesson þingforseti.

Fleiri fréttir