Áskorandamót - Riddara Norðursins á laugardag
Áskorandamót Riddara Norðursins fer fram í Reiðhölinni Svaðastaðir laugardaginn 12. mars nk. og hefjast kl. 20:00. Riddararnir hafa skorað á fjögur lið til að koma og keppa við sig í fjórgangi og fimmgangi, tölti og skeiði.
Þau lið sem mæta eru lið Lúlla Matt úr Eyjafirðinum, Lið Þyts ú Vestur-Húnavatnssýslu þar sem liðstjóri er Tryggvi Björns og úr Skagafirðinum mæta lið Narfastaða og Vatnsleysu. Það segir í tilkynningu frá Riddurunum að enginn vafi leiki á því að í reiðhöllinni verður hart barist um bikarinn.