Átaksverkefni fyrir ungmenni án sumarvinnu
Byggðaráð Húnaþings vestra hefur falið starfsmönnum tæknideildar sveitarfélagsins að undirbúa átaksverkefni fyrir umsækjendur um sumastörf hjá sveitarfélaginu sem ekki var hægt að ráða í fyrstu umferð.
Á fundi Byggðaráðs mættu forstöðumaður tæknideildar, Ólafur H. Stefánsson og umhverfisstjóri Birgit Kositzke og fóru yfir ráðningar sumarstarfsmanna.