Auglýst eftir umsóknum nýrra íbúða

Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúða í almenna íbúðaleigukerfinu en um er að ræða tvær tveggja herbergja og sex þriggja herbergja íbúðir að Laugatúni 21, 23, 25 og 27 á Sauðárkróki. Almennum íbúðum er úthlutað til þriggja ára í senn samkvæmt forgangsröðun Skagfirskra leiguíbúða hses og úthlutar stjórn hennar íbúðunum eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir. Stefnt er að því að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í ársbyrjun 2020.

Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar kemur fram að markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. með byggingu almennra íbúða sé að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar leiguíbúðir við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir