Auglýst eftir umsóknum um stofnframlög
Sveitarfélagið Skagafjörður vekur athygli á því að leitað er eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum.
„Markmiðið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga á svæðinu sem eru undir tekju- og eignarmörkum laga um almennar íbúðir. Þannig geti þessar fjölskyldur og einstaklingar leigt íbúðir sem hentar þeirra þörfum og greiðslugetu“, segir á skagafjordur.is.
Umsóknarfrestur um stofnframlög rennur út á morgun 29. apríl og er brynt fyrir væntanlega umsækjendur að þeir kynni sér reglur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar vel og gæti þess að senda inn umsókn og öll tilskilin gögn tímanlega.
Nánari upplýsingar um veitingu stofnframlaga og svæði til að sækja um má finna HÉR