Aumt og ódrengilegt yfirklór, segir Atli Gíslason
Er óeining vinstri manna einum ráðherra að kenna, spyr Atli Gíslason í pistli hér á Feyki.is og segir að vanstillt og vanhugsuð viðbrögð vegna málsins veki upp spurningar sem hann svo reifar í pistlinum.
Atli segir að ráðherra sjávarútvegsmála hafi látið vinna drög að frumvarpi til nýrra laga um fiskveiðistjórnun en í stað þess að hefja málefnalega umræðu um þær tillögur hefur umræðan beinst að því hvort ráðherra hafi umboð til þeirra starfa. Málið var yfir 100 vikur í samráðsferli ríkisstjórnarflokkanna án þess að árangur næðist, segir Atli en nú hefur ráðuneytið tekið sér 7 vikur til að greiða úr þeirri umræðu og leggja fram vinnuskjöl og er þá sakað um seinagang.
-Ég velkist ekki í vafa eftir að hafa verið þátttakandi í þessu leikriti, reyndar í aukahlutverki frá því 21. mars 2011, hvað sé óboðlegt í málinu. Yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur gagnvart Jóni Bjarnasyni eru lýðræðislega óboðlegar. Þær eru aumt og ódrengilegt yfirklór.
Þar ræður för óbeisluð og uppsöfnuð reiði í garð Jóns Bjarnasonar fyrir heiðarlega afstöðu hans gagnvart ESB-umsókninni. Jón Bjarnason hefur verið lagður í einelti af Samfylkingunni svo misserum skiptir og það án þess að formaður VG lyfti litla fingri honum til varnar.
Pistilinn er hægt að nálgast HÉR